Upplýsingar um rafræna innskráningu

Hvað eru rafræn skilríki?
Rafræn skilríki eru skilríki í rafrænum heimi. Þau geta verið á ólíkum miðlum og notuð í ýmsum tilgangi. Mikilvægt skref í almennri notkun fólks og fyrirtækja á rafrænum skilríkjum á Íslandi er útgáfa rafrænna skilríkja á farsímum og debetkortum.
Rafræn skilríki sem gefin eru út á debetkortum og á SIM kortum uppfylla íslenskar og evrópskar lagareglur og eru liður í því að auka öryggi og trúnað í rafrænum samskiptum.
Rafrænu skilríkin byggja á öruggustu tækni sem þekkist í heiminum og miða að því að auka öryggi í rafrænum samskiptum. Með rafrænum skilríkjum er hægt að auðkenna sig og undirrita skjöl rafrænt.
Hvað þarf ég að gera til að geta skráð mig inn rafrænt?
Til að geta skráð þig inn rafrænt þarftu að hafa debetkort með örgjörva og kortalesara tengdan við tölvuna þína. Þú þarft einnig að vera búin(n) að útvega þér svokallað PUK-númer sem er öryggisnúmer tengt rafrænu skilríkjunum. Hægt er að nálgast það undir Stillingar > Rafræn skilríki í heimabankanum
Hvar fæ ég nánari upplýsingar um rafræn skilríki?
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um rafræn skilríki á www.skilriki.is

Server: RBW-PRODVEFH-03